Eldvarnarhurðir

 

Eldvarnarhurðir frá ISG

Eigum á lager hurðir í hurðargöt sem eru annars vegar 1000 x 2100 mm og hins vegar 900 x 2100 mm


Glófaxahurðir
 

Aðalframleiðsluvara fyrirtækisins eru hinar landsþekktu Glófaxa eldvarnarhurðir sem hafa hlotið almenna viðkenningu á markaðinum fyrir gæði og áreiðanleika.
 Pöntun á eldvarnarhurð

Glófaxa EI60 hurðir

Eldvarnarhurðir Glófaxa uppfylla EI 60 kröfur um eldvarnarhurðir, Hurðirnar eru úr stáli 50 mm þykkar.
Hurðirnar eru yfirfelldar. Byrði hurðarinnar er úr 1.25 mm þykku stáli, punktsoðnu á grind úr Z formuðum bitum. Í grindina er fyllt með steinullarmottum 100 kg/m3 frá Steinullarverksmiðjunni.
Karmar og þröskuldar eru gerðir úr sérbeygðum 2.0 mm þykkum stálplötum. Lamirnar eru sérsmíðaðar fyrir hurðirnar og eru felldar í hanka í hurðarblaði en rafsoðnar í karm. Læsingar eru úr stáli. Fúgubreidd milli hurðarblaðs og karms er mest 3 mm og skal búin reykþéttilista og þanlista. Eigi hurðin að flokkast sem EI 60S er komið fyrir hitaþolnum gúmmílista í fúgunni.Með viðurkenndum lokunarbúnaði flokkast hurðin sem EI 60CS.

Viðurkenning á Glófaxahurð 

 

Allar stærðir, einfaldar, tvöfaldar, rennihurðir. 


Eldvarnarhurðirnar eru framleiddar í mörgum gerðum og stærðum allt frá því að vera lúgur til að loka einstökum hólfum upp í hurðir sem eru margir fermetrar að stærð Stærstu hurðirnar, sem framleiddar hafa verið eru yfir 6 metrar á hæð og rúmir 4 metrar á breidd. Teikningar af hurðum má nálgast hér:

Þetta er ekki tæmandi listi, Glófaxi framleiðir ýmsar aðrar gerðir af hurðum eftir óskum viðskiptavina

 

 

Öryggishurðir 


Eldvarnarhurðir gegna ekki einungis því hlutverki að koma í veg fyrir útbreiðslu elds heldur hefta þær einnig för innbrotsþjófa miklu betur heldur en venjulegar tréhurðir. Glófaxi framleiðir einnig hurðir sem sérstaklega eru ætlaðar sem öryggishurðir, með þriggja punkta læsingu og öflugri skrá en þörf er á ef einungis er ætlunin að tefja hugsanlegan eld.

Karmar

Hurðirnar eru framleiddar með nokkrum karmaútfærslum

 

Karmaútfærslur

Teikning af karmi fyrir þéttilista

Frágangur

Hurðirnar eru framleiddar með felliþröskuldi eða einföldum þröskuldi. Hurðirnar eru að jafnaði afhentar grunnmálaðar eða dufthúðaða

Felliþröskuldar eru fáanlegir í flestar gerðir Eldvarnarhurða frá 365 upp í 1300mm á breidd

Felliþröskuldar eru felldir upp í hurðarblaðið og koma niður að gólfinu þegar hurð er lokað. Þannig eru dyrnar án þröskuldar þegar þær eru opnar.

Svæði

Glófaxi ehf

Bæjarflöt 19a
112 Reykjavik

Sími 581 2900
Opnunartími Mán-fim 8:30 - 16:00, fös 8:30 - 12:00

glofaxi@glofaxi.is

Neyðarnúmer eftir lokun 897 5236